Blóð úr þvagfærum

Ég er 90 ára karlmaður.Hef verið heilsugóður. Núna í dag fyrir 2 tímum var ég að kasta af mér vati( pissa) þá tek ég eftir því að þvagið er mjög blóðlitað, þannig að það var meira rautt en gult.
Ég hef aldrei orðið var við þetta áður og hef haaft reglulegar hægðir og þvaglát 2-3 á dag.
hvað veldur þessu og er eithvað hægt að gera við þessu ?

Sæll vertu og þakka þér fyrir fyrirspurnina.   Ég myndi ráðleggja þér að hitta þinn heilsugæslulækni sem allra fyrst þar sem það þarf að skoða nánar hvað getur verið að valda þessari blæðingu.

Gangi þér vel,

Sigríður Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur