Blöðruhálskyrtill

Ég er með of stóran blöðruhálskyrtil og fór til þvagfæralæknis í fyrra og þá sagði hann allt í góðu. En málið er. að stundum þarf ég að pissa mjög ört,jafnvel nokkrum sinnum á 1 klst. en stundum gengur mér illa að pissa þó mér finnist ég í spreng. Er þetta eðlilegt þar sem ég er með of stóran kyrtil? mér líður samt ekkert illa,vil bara vita hvort þetta sé eðlilegtþegar kyrtillinn er of stór? Spyr bara út af möguleika á krabbameini? Vonast eftir svari sem fyrst. Takk fyrir

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina,

Hér getur þú lesið þér til um algengustu einkenni, meðferð og fleiri upplýsingar tengt góðkynja stækkun á blöðruháslkirtli: https://doktor.is/grein/godkynja-staekkun-blodruhalskirtils

Einkennin sem þú lýsir eru eðlileg upp að vissu marki, en ef þau eru farin að hafa veruleg áhrif á daglegt líf væri ráðlagt að leita aftur til þvagfæraskurðlæknis sem fyrst til endurmats.

Gangi þér vel

Auðna Margrét Haraldsdóttir, hjúkrunarfræðingur