blóðsýni

hvað er ALP /UI

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

 

Alkalískur fosfatasi (ALP) er ensím, sem finnst í flestum frumum líkamans. Langmest af ALP í sermi kemur frá lifur og beinum. Gildi ALP er mun hærra hjá börnum og unglingum, en hjá fullorðnum. Á síðasta þriðjungi meðgöngu hækkar gildi ALP nær þrefalt þar sem fylgjan myndar mikið af ALP sem kemst svo í blóð móður. Gildi ALP <6 mán, 75-290 U/L; <16 ára, 120-540 U/L; >16 ára, 35-105 U/L.

ALP hækkar við lifrarsjúkdóma með gallstíflu (intra- og extrahepatískir) og meinvörp í lifur en getur einnig hækkað við beinasjúkdóma með aukinni nýmyndun beina vegna aukins fjölda og virkni osteoblasta.

Alp lækkun eða hypophosphatasia er mjög sjaldgæfur ættgengur sjúkdómur sem hefur áhrif á bein og tennur. Lág gildi ALP geta líka stafað af zinc skorti eða vannæringu.

Í sambandi við UI að þá finn ég ekkert sem tengist því beint í blóðprufu og þyrfti að fá meiri upplýsingar frá þér til að geta svarað til um það, eins og afhverju var blóðprufa tekin eða var verið að leita eftir einhverju ákveðnu.

Gangi þér/ykkur vel.

með kveðju,

Thelma Kristjánsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.