Blóðþristing

Halló ég er 71 árs karl og er búin að taka Valsartan Kika í umm 1 ár og er að mælast núna 134-72-59 eða 138-68-51 hef alltaf verið með lágan púls er þessi mæling í lagi ?

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Þessar tölur eins og þær eru núna eru í lagi. Ég myndi samt ráðleggja þér að halda áfram að fylgjast með þér reglulega. Ef þú ferð að fara hærra í blóðþrýsting en þessar tölur sem þú sendir hér eða lægri í púls að hafa þá samband við lækninn þinn og láta hann vita.

Gangi þér vel,

Særún Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur