Blóðþrýstingur og púls

Góðan dag ég mælist 130/80 á kvöldin og á morgnana 120/80 og
púlsin er 80 er eðlilegt að vera með 80 í púls
ég er að taka lyf við blóðþrýstingnum og lyf við að hæga á púlsinum.

 

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Talað er um að kjörblóðþrýstingur sé 120/80 eða um það bil og eðlilegur blóðþrýstingur sé síðan undir 135/85. Svo að þessar tölur sem þú nefnir eru flottar og vel innan marka. Púlsinn getur verið breytilegur og talað er um að hvíldarpúls eigi að vera í kringum 72 slög á mínútu en margt getur spilað þar inní svo það fer eftir því hvað þú varst að gera áður en þú mældir þig. Að púlsinn sé 80 slög á mínútu er bara fínt og innan marka líka.  Púlsinn hækkar við áreynslu og lækkar í slökun.

Gangi þér vel,

Særún Erla Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur