Hvað merkir blóðþurrð, að sögl læknis
Góðan daginn og takk fyrir fyrirspurnina
Blóðþurrð er ástand þar sem blóðflæði (og þar með talið súrefni) til líffæris skerðist verulega. Heilablóðþurrð merkir því skort á blóðflæði til heilans og hjartablóðþurrð skort á blóðflæði til hjartans.
Blóðþurrð getur verið langvinn, tvísýn eða bráð og því þarftu að fá frekari upplýsingar hjá lækninum þínum, um hverskonar blóðþurrð er að ræða og sömuleiðis hvar í líkamanum hún er.
Gangi þér vel
Rebekka Ásmundsdóttir,
hjúkrunarfræðingur