Blóðþynning

Eftir hjartaáfall og á mikilli blóðþynningu er óhætt að fljúga?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Það á að vera í lagi að fljúga eftir hjartaáfall en best er að ráðfæra sig við sinn heimilislækni eða hjartasérfræðing. Það sem gæti skipt máli hér er aldur, sjúkrasaga og hversu alvarlegt hjartaáfallið var. Blóðþynning á ekki að skipta máli, er góð til að fyrirbyggja blóðtappamyndun.

Gangi þér/ykkur vel.

með kveðju,

Thelma Kristjánsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.