Blóðflokkar og fósturlát

Spurning:

Sæll Arnar.

Ég er í blóðflokki O- (Rh-) og kærastinn minn O+ (Rh+). Hverjar eru líkurnar á að ég myndi mótefni gegn fóstri ef ég yrði ófrísk? Ég varð ófrísk fyrir einu og hálfu ári síðan en missti það eftir stutta meðgöngu.

Svar:

Líkurnar eru ekki miklar í dag þar sem beitt er fyrirbyggjandi meðferð ef áhætta er fyrir hendi um mótefnamyndun. Þá er gefið lyf sem á að koma í veg fyrir að mótefni myndist. Þú ættir því að geta verið róleg. 15% kvenna eru í – blóðflokki (Rhesus negatífar) svo þetta er rútínuvinna við alla mæðraskoðanir.

Gangi ykkur vel.
Arnar Hauksson dr. Med.