Blotnar ekki

Sæl.

Við hjónin erum á sextugsaldri. Og höfum notið kynlífs saman í áratuga skeið. En nú ber svo við að eiginkonan er hætt að bleyta sig.. Er þetta eðlilegt? Hvað er til ráða?

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina.

Þurrkur í leggöngum er afar algengt vandamál hjá konum á breytingaskeiði, en sem betur fer til lausn á því. Í apótekum og verslunum sem selja kynlífshjálpartæki er hægt að fá mjög góð og vönduð sleipiefni sem notast má við í kynlífi. Sé þurrkurinn einnig að valda konunni þinni óþægindum í daglegu lífi, þá er hægt að fara ýmsar leiðir, bæði með náttúrulegum lyfjum/kremum/stílum sem fást í apóteki og eins lyf uppáskrifuð frá lækni.

 

Gangi ykkur vel,

 

með kveðju,

Lára Kristín Jónsdóttir

Hjúkrunarfræðingur