Boginn limur (congenital penile curvature)

Góðan dag,

limurinn á mér er boginn fram á við (ventral penile curvature) og það hefur valdið mér og fyrrverandi maka óþægindum. Er eitthvað sem hægt er að gera, þetta er farið að hafa áhrif á það hvort ég þori að reyna við stelpur þar sem ég er svo hræddur um að geta ekki veitt þeim kynlíf sem þær myndu vilja.

Ég skammast mín svo mikið fyrir þetta að ég treysti mér ekki að fara til læknis án þess að vita að það sé hægt að gera eitthvað í þessu. Öll svör væru vel þegin.

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Þetta vandamál er ekkert til að skammast sín fyrir enda til sérstakt nafn yfir þetta sem þýðir að þú ert aldeilis ekki einn og mögulega í sumum tilfellum eitthvað hægt að gera ef ástæða er til.

Hins vegar eru typpi almennt allavega og alls ekki alltaf bein og það þarf alls ekki að þýða verri upplifun fyrir rekkjunautinn.

Það er ekki hægt að segja til um hvort það er ástæða til og hvað þá hægt sé að gera nema ræða við lækni og fá skoðun. Þú getur byrjað á að ræða við heimilislækni og hann/hún metur með þér hvort ástæða sé til að skoða málið frekar með þvagfæralækni.

Þú getur líka farið beint til þvagfæralæknis en það er líklega dýrara.

HÉR er hlekkur á einfalda umfjöllun um þetta vandamál

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur