Bóla á getnaðarlimi, hvað er til ráða?

Spurning:

Sæll.

Ég hef verið með bólu á getnaðarlim í ansi langan tíma … Ég er ekki að tala um kynfæravörtur, heldur ofurvenjulega bólu sem vill bara ekki hverfa, sama hversu vel ég þríf mig og hvort ég stundi kynlíf eða ekki. Hefur þú einhver ráð?

Svar:

Sæll.

Ef þetta vill ekki hverfa ættirðu kannski að láta kíkja á þettu við tækifæri. Ofurvenjuleg bóla gæti verið kynfæravarta eða ofurvenjuleg varta. Hvort sem er þá er ágætt að láta brenna hana í burtu eða – ef þetta er graftarbóla, hreinsa úr henni gröftinn.

Kveðja,
F.h. Félags um forvarnir læknanema, forvarnir.com
Jón Þorkell Einarsson, læknanemi