Bólur innanvert á læri?

Spurning:
Svona undanfarin 2-3 ár hef ég fengið graftarbólur á innanverðu lærinu sem að springa og kemur gröftur úr. Þær skilja eftir sig göt á húð og ljót ör, ekki mjög stór en samt ekki beint aðlaðandi. Þetta virðist tengjast tíðarhringnum eitthvað því rétt fyrir tíðir koma þessar bólur og það er oft vont að vera í nærbuxum svo ofarlega eru þær. Hefur þetta eitthvað að gera með hormónana í mér eða hefur þetta eitthvað að gera með húðsjúkdóm?

Svar:
Ágæti fyrirspyrjandi.
Eins og þú segir réttilega er þetta ástand þar sem fitukirtlar stíflast og sýkjast og þess vegna grefur í þeim. Þetta er algengara síðari hluta tíðahrings.
Það er hægt að stoppa þetta af með sýklalyfi en oftast kemur þetta aftur og aftur. Ef þetta eru kýli mörg á stuttu svæði er einfaldast að ræða við skurðlækni og láta nema þetta brott. Annars skaltu ræða við lækni um þetta því skoðun greinir betur hvers eðlis þetta er hjá þér og fá hjá honum ráðleggingar um meðferð sem hentar þér.

Bestu kveðjur,
Arnar hauksson dr med