Bótox í blöðruna – minni tíðarverkir?

Spurning:
Ég lét sprauta bótoxi í blöðruna í enda janúar og langar að spyrja hvort það hafi haft áhrif á túrverkina líka, því venjulega fæ ég svo hræðilega túrverki að ég get ekki staðið upprétt og þarf að liggja í rúminu með krampaköst og hitateppi. Síðast, eftir að hafa farið í þessa aðgerð, sagði ég mömmu að ég hafi verið svo hissa á að hafa ekki fengið það mikla verki að ég gæri ekki mætt til vinnu, þá datt henni í hug þessi bótox aðgerð. Ég veit að bótoxið lamar taugar í blöðrunni, en hefur það þessi áhrif líka? Það væri óskandi því tíðaverkirnir hafa verið ólýsanlega vondir.

Svar:
Sæl, svar mitt er þannig:Þessi meðferð er ennþá á s.k. tilraunastigi og margt sem ekki er fyllilega vitað um verkun og aukaverkanir hennar til lengri tíma litið. Hins vegar er afar ólíklegt að þessi meðferð hafi áhrif á tíðaverki í eiginlegri merkingu. Þrátt fyrir allt er rétt að þú berir þetta undir lækni sem framkvæmdi aðgerðina.Bestu kv.,Valur Þór Marteinsson, þvagfæralæknir