Bragðskyn.

Góðan dag. Fyrir tveim dögum þá allt í einu missti ég út eðlilegt bragðskyn á minn mælikvarða. Allt sem ég borða færi í bland vont bragð, líka drykkir td, kaffi. Sérstaklega eitthvað sætt verður alger viðbjóður. Þett er eitthvað sem ég hef ekki upplifað áður og forvitin um þessa uppákomu.

Kveðja

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Bragðskyn ef flókið fyrirbæri og nátengt lyktaskyni. Það er ýmislegt sem getur haft áhrif á bragð og lyktarskyn. Nú veit ég ekki heilsufarssöguna þína en ég ætla að reyna að útskýra bragðskynið og hvað getur haft áhrif. Kannski sérð þú eitthvað sem gæti átt við þig.

Bragð og lyktarskyn er samofið. Bragðskyn nemur bragð, sem er í raun sambland af bragði og lykt, áferð fæðunnar og hitastigi og einnig hversu mikið hún er krydduð – og allt þetta hefur áhrif á matarlystina þegar borðað er.

Bragðlaukarnir, sem eru aðallega á tungunni, bregðast aðallega við salti, súru, sætu, og bitru bragði.

Bragðlaukarnir eru í sífelldri endurnýjun og það er margt sem getur haft áhrif á þá.

Til dæmis geta bragðlaukarnir dofnað við lélegt næringarástand og með hækkandi aldri.

Einnig geta ýmsir hormónar, lyf,  til dæmis ýmis blóðþrýstingslyf, en sérstaklega krabbameinslyfja- og geislameðferð haft áhrif á þá.

Reykingar geta einnig deyft bragðlaukana, svo og kvef eða sýkingar í hálsi eða höfði.

Sjaldgæfari orsakir eru sjúkdómar í munnvatnskirtlum og taugasjúkdómar.

Eins og þú sérð er mjög margt sem getur haft áhrif. Ef þetta er viðvarandi hjá þér og þú finnur enga almenna skýringu – ráðlegg ég þér eindregið að leita læknis.

Gangi þér vel,

Svanbjörg Pálsdóttir

Hjúkrunarfræðingur