Brak og smellir í kjálka?

Spurning:
Sæll. Ég er með eitt vandamál. Þannig er að það brakar alltaf og smellur í kjálkunum á mér. Það gerist ekki meðan ég borða en þegar ég hreyfi kjálkana með hreyfingum til hliðar þá brakar rosalega í vöðvunum eða kjálkaliðunum. Mér finnst þetta rosalega vont. Alltaf þegar ég hreyfi kjálkana eitthvað þá finn ég fyrir verkjum sem leiða alveg upp í eyru. Er þetta eðlilegt? Það kannski brakar hjá mér einu sinni en svo líða svona 20 mínútur og þá hreyfi ég kjálkana en þá brakar aftur. Hvað get ég gert? Er eitthvað hægt að aðstoða fólk með svona lagað? Eða þarf ég að vera með þessa verki út lífið mitt? Með fyrirfram þökk. Kv…

Svar:
Sæll.Búir þú á Akureyri snýrð þú þér með þinn kjálkaliðsvanda til Ragnheiðar Hansdóttur tannlæknis.  Hún hefur síma 462-5811En búir þú saunnan heiða er þinn maður Karl Örn Karlsson tannlæknir í síma 551 0699.Einnig getur þú leitað til tannlæknadeildar Háskólans í lok ágústmánaðar.
Gangi þér vel.Ólafur Höskuldsson, tannlæknir