Breytingaskeið

Fyrirspurn:

Ég er 48 ára og hef ekki haft blæðingar í ca. 1 ár.  Nú svitna ég mjög mikið og á erfitt með svefn.  Ég hef tekið pilluna frá 16 ára aldri.  Ég hef verið að taka inn náttljósaolíu og female balance, en það er eins og þetta sé hætt að virka.  Hvað á ég að gera?  Svitakófin eru mjög mikil og eru virkilega þreytandi, ætti ég að taka hormónalyf?

Aldur:
48

Kyn:
Kvenmaður

Svar:

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina,

Mér finnst allt benda til þess að þetta séu hormónatruflanir tengt breytingaraldri. Ég myndi panta mér tíma hjá heimilislækni eð kvensjúkdómalækni sem erir best til þess fallinn að ráða þér heilt í þessum efnum og meta þitt ástand.

Bestu kveðjur og gangi þér vel,

Unnur Jónsdóttir,
Hjfr. og ritstjóri Doktor.is