Brjóstagjöf og næringardrykkir

Spurning:

Góðan dag.
Ég er með barn á brjósti og mig langar til að fá upplýsingar um það hvort það sé í lagi að drekka næringardrykki, t.d leppin léttur.

Svar:

Næringardrykkirnir frá Leppin innihalda prótein, amínósýrur, kolvetni, vítamín og steinefni. Einnig eru þar fleiri efni s.s. bragðefni, litarefni og aspartam (ath. fenýlalanín óþol).

Gera verður ráð fyrir því að allt sem þú setur ofan í þig komist allavega að einhverju leyti í brjóstamjólkina. Sé barnið ekki með nein ofnæmi eða mataróþol er í góðu lagi fyrir þig að drekka þessa næringardrykki.

Kveðja,
Jón Pétur Einarsson, lyfjafræðingur