Fyrirspurn:
Til lýtalæknis! Talað er um að maður eigi að vera í kjörþyngd eða sem næst kjörþyngd þegar farið er í brjóstaminnkun. Hversu mikið má maður vera yfir kjörþyngd ef maður hyggur á brjóstaminnkun. Veit um konur sem hafa verið bæði alltof þungar og líka konur sem hafa verið yfir kjörþyngd en ekki í offitu. Vonandi geturu gefið mér einhver svör!
Svar:
Komdu sæl og takk fyrir spurninguna,
Þegar kona fer í brjóstaminnkun er æskilegt að hún sé sem næst kjörþyngd. Brjóstin eru að miklum hluta fituvefur og minnka oft talsvert þegar líkamsþyngd minnkar. Þó eru undantekningar á þessu því tággrannar konur geta líka verið með stór brjóst. Önnur ástæða er að skurðaðgerðir á of þungu fólki hafa í för með sér meiri áhættu en fyrir fólk í kjörþyngd. Ef þú ert of þung er því líklegt að lýtalæknirinn ráðleggi þér að reyna að missa einhver kíló áður en ákvörðun er tekin um brjóstaminnkun. Þú getur fundið ýmsar upplýsingar um brjóstaminnkun hér.
Með kærri kveðju,
Ragnheiður Eiríksdóttir, hjúkrunarfræðingur