Brjóstverkir

fæ verki stundum svona eins og stuð í nokkrar sekundur vinstra megin í brjóstholið eða síðuna þá hækkar blóðþrýstingurinn virðist vera líka og núna síðast renn svitnaði ég líka hvað er til ráða

 

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Þetta eru mjög óljósar lýsingar á einkennum og vantar talvert af upplýsingum s.s. hvort verkir koma í hvíld,áreynslu,aldur, fyrri heilsufarssaga og hversu hátt blóðþrýstingur fer upp.

Millirifjagigt sem er einkenni festumeins við vöðvafestur í rifjum getur birst sér með sömu einkennum og þú lýsir en ég verð að biðja þig að leita til þíns læknis eða á Læknavaktina sem getur skoðað þig sérstaklega með tillit hjartaeinkenna.

Gangi þér vel,

Guðrún Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur