Brúnkukrem á meðgöngu?

Spurning:
Góðan dag!
Mig vantar upplýsingar um brúnkukrem á meðgöngu. Nú er ég komin 17 vikur og fer ekki í ljósabekki og langar að forvitnast hvaða brúnkukrem þú/þið mælið með fyrir barnshafandi konur. Ég veit að efnið ,,Dihydroxyacetone" er ekki æskilegt að nota á fyrstu 12 vikunum og það er í mj mörgun brúnkukremum (ég hef ekki rekist á neitt krem sem ekki inniheldur það) en hvernig er eftir það, er það þá í lagi? Ein föl

Svar:
Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.
Því miður þekki ég þetta ekki nógu vel til að geta svarað þessu. Ég myndi halda að það væri best að spyrjast fyrir í snyrtivörubúðum eða athuga hvort standi á umbúðunum um hvort barnshafandi konur megi nota það.

Kær kveðja
Ásthildur Gestsdóttir ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.