Bunga þegar ég sest upp?

Spurning:
Góðan daginn.
Mig langar að forvitnast um eitt. Ég er ólétt og er komin tæpar 29 vikur á leið og ég tók eftir því bara áðan þegar ég lá uppí rúmi og þegar ég var að reisa mig upp (reisti mig þannig eins og ég væri að gera magaæfingar) að það kom svona bunga uppúr maganum, svona í líkingu við horn eða höfuð eða eitthvað svoleiðis. Ég veit eiginlega ekki hvernig ég get lýst þessu betur, en þetta kom þegar ég reisti mig upp svona bunga uppúr maganum. Getiði frætt mig um hvað þetta er og hvort þetta sé eðlilegt?

Svar:
Sæl og takk fyrir fyrispurnina.

Líklegast þykir mér að þar sem legið þitt er nú farið að stækka að þá sé það legið sem kemur svona fram þegar þú sest upp eða lyftir þér upp. Þetta er kannski meira áberandi hjá konum sem eru ekki með sterka magavöðva. Þetta er algerlega eðlilegt.
Vonandi hefur þetta svarað einhverju og gangi þér vel.

Halldóra Karlsdóttir,  Hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir