Þunglyndi

Fyrirspurn:

 

Þið skrifið mikið um að þunglyndi læknist eftir einhvern ákveðinn tíma.  Er það ekki líka oft að fólk verður að taka lyf meirihluta ævinnar?  og ekki um lækningu að ræða.  Ég tek fram að ég hef tekið þunglyndislyf í 8 ár og verð enn að taka þau auk viðtala við geðlækna og sálfræðinga.

 

Með fyrir fram þökk,

 

Aldur:63 ára

 

 

Kyn: kona

Svar:

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina,

 

 

Þessi sjúkdómur sem og svo margir aðrir birtast í mismunandi mynd, eru einstaklingsbundir, og oft læknanlegur sjúkdómur.

 

Í grein eftir Ólaf Bjarnason, sérfræðing í geðlækningum sem er að finna á Doktor.is segir m.a.;

 

 

Möguleikarnir á því að læknast af þunglynd eru góðir. Meðferðin styttir sjúkdómstímabilið og dregur úr einkennum.Flestir þeirra sem finna til þunglyndis verða það aðeins einu sinni eða í fá skipti á lífsleiðinni.

 

Ákveðnum tegundum þunglyndis fylgja þó tíð og endurtekin þunglyndistímabil og þá er nauðsynlegt að vera í fyrirbyggjandi meðferð.

 

 

Varðandi eftirfylgni og ráð fyrir þig, þá tel ég að þínir meðferðaraðilar geti best metið þitt ástand m.t.t. bata og meðferðarúrræða.

 

Með bestu kveðju,

 

Unnur Jónsdótti, hjúkrunarfræðingur