Þunglyndislyf á meðgöngu?

Spurning:
Hæ, hæ.
Ég er ný orðin ófrísk komin ca 5 vikur. Éf hef verið á þunglyndislyfjum Seroxat, Litarex og Risperdal en hætti að taka þau fyrir viku, er að spá í hvort það geti haft slæmar afleiðingar fyrir fóstrið að hafa verið að taka lyfin á fyrstu vikunum? Svo er önnur spurning, mér hefur liðið frekar illa síðan ég hætti að taka lyfin, er pirruð og get farið að gráta alveg upp úr þurru, hvað get ég gert við því? Ein að tapa sér.

Svar:
Það getur verið mjög alvarlegt mál að hætta svona skyndilega á þunglyndislyfjum, mun alvarlegra en að taka þau á meðgöngu. Talaðu strax við lækninn þinn og fáðu hann til að sníða lyfin að meðgöngunni þannig að þér líði vel og barnið bíði ekki skaða.

Kveðja,

Dagný Zoega, ljósmóðir