Þyngist vegna lyfjatöku?

Spurning:

Sæll Jón Pétur.

Mig langar að fá upplýsingar varðandi tvö lyf, Amilín og Zoloft.
Ég fór á þessi lyf fyrir 2 mánuðum og hef velt því fyrir mér undanfarna daga hvort þessi lyf geta valdið þyngdaraukningu?
Málið er að ég hef bætt á mig 10 kg á þessu tímabili án þess að nokkuð hafi breyst hjá mér varðandi mat.
Mín þyngd hefur verið svipuð í mörg ár, eitt og eitt kg til eða frá.

Með fyrirfram þökk.

Svar:

Sæl.

Amilín er svokallað þríhringlaga geðdeyfðarlyf. Aukaverkanir þess geta m.a. verið aukin matarlyst sem getur svo leitt til þyngdaraukningar. Ég veit ekki til þess að Zoloft valdi þyngdaraukningu. Þú segir að ekkert hafi breyst varðandi mat. Getur verið að þú sért að borða svipaðan mat og áður en alltaf meira í einu?

Kveðja,
Jón Pétur Einarsson, lyfjafræðingur