C vítamín

Við hverju er æskilegt að taka c vítamín?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

C Vítamín sinnir ýmsum nauðsynlegum störfum fyrir líkamann til dæmis:

  • Vinnur gegn ákveðnum tegundum krabbameins.
  • Vinnur gegn hjarta- og æðasjúkómum.
  • Flýtir fyrir að sár grói og eykur viðnám líkamans gegn sýkingum.
  • Dregur úr ófrjósemi karla.
  • Eykur frásog járns.
  • C-vítamín er notað við C-vítamínskorti, sérstaklega skyrbjúg sem er fátíður hjá börnum og fullorðnum.

Skortur á C vítamíni getur leitt til skyrbjúgs. Einkenni skyrbjúgs eru lausar tennur, tannholdsbólga, blóðleysi, þreyta, vöðva- og liðverkir, húðblæðingar og blæðingar í gómi, hægur gróandi sára og brothætt bein.

Gangi þér vel

Bylgja Dís Birkisdóttir, hjúkrunarfræðingur.