Cipralex/Seroxat – áfengi?

Spurning:
Hæ, hæ. Ég hef verið greind með þunglyndi og hef verið á Cipralex en það virkaði fannst mér ekki neitt. Ég var að byrja að taka Seroxat og var í fyrsta lagi að velta fyrir mér hversu lengi það er að byrja að virka, og í öðru lagi hvað gerist ef drukkið er áfengi með því. (Það var ekki mælt með því með Cipralexið en bannað ef maður er á Seroxat.)

Svar:
Venjulega tekur um 2-4 vikur að fá fram fulla verkun af lyfinu Cipralex.Verkun af Seroxat tekur álíka langan tíma að koma fram. Eindregið er ráðið frá því að nota áfengi með lyfjum sem notuð eru við þunglyndi. Það er m.a. vegna þess að áfengisneysla hefur slæm áhrif á þunglyndið. Ekki er talið að áfengi hafi bein áhrif á verkun Seroxats, en þó er of lítið vitað um það til að hægt sé að fullyrða það.
Finnbogi Rútur Hálfdanarson

lyfjafræðingur