Getur maður smitast af coronaveirunni í gegnum þurra, sprungna exem húð sem hefur opin sár ?
Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.
Aðal smitleiðir Covid-19 eru með snerti-og dropasmiti inn í öndunarfæri. Okkur finnst því afar ólíklegt að hún geti borist í sár og smitað einstaklinga svoleiðis. Gott er að hafa í huga að hósti/hnerri geta borið smit innan 2 metra en þá falla droparnir til jarðar. Veiran getur lifað á yfirborði allskonar hluta frá nokkrum klukkutímum uppí lengri tíma en það fer eftir hitastigi og úr hvaða efni hluturinn er. Henni líður best í kulda og lifir því lengur á köldum hlutum t.d. stáli og þar með hurðahúnum.
Veiran þrífst ekki í ávöxtum og grænmeti, né öðrum matvælum. Ólíklegt að menn smitist við snertingu matvælaumbúða en góð regla að þvo hendur eftir verslunarferðir.
Gangi þér vel,
Særún Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur