Ég er 71 árs búin að fá fyrri sprautuna af astra senegal ,er með tvö stoðnet í krans æðum tel mig vera með þraungar æðar líka í höfði .spurningin er er betra fyrir mig að taka hjartamagnil tek alltaf eina á dag samkvæmt hjartalækni er skynsamlegt að auka það vegna hættu á blóðtappa ?
Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina
Þú skalt engu breyta hvað varðar blóðþynnandi meðferð nema í samráði við lækni, annað hvort heimilislækni eða hjartalækni. Þessir blóðtappar sem hafa komið í kjölfar AstraZeneca bóluefnisins eru ekki af sama toga og venjulegir blóðtappar.
Gangi þér vel
Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur