Covid 19 – ónæmi

Góðan daginn.
Eru þeir sem hafa veikst af Covid 19 og náð sér aftur þar með ónæmir fyrir að sýkjast aftur af sömu veirunni? Eða stökkreytingu af sömu veiru?

Góðan dag,

Engin staðfest tilfelli endursýkingar af Covid-19  eru þekkt. Merki eru um gott og verndandi ónæmissvar í kjölfar þess að einstaklingur nær sér eftir COVID-19. Helsta óvissan nú er hversu lengi það ónæmi varir en það er ekki vitað með vissu. Varðandi ónæmi gegn annarri stökkbreytingu veirunnar þá er ekki ennþá vitað hvort ónæmi gegn einni stökkbreytingu veirunnar valdi ónæmi gegn annarri.

með kveðju,

Berglind Ómarsdóttir

Hjúkrunarfræðingur