Covid Sprauta

Ef eg vil ekki fá sprautu.

Hvað þýðir það fyrir mig, ,

Ferðalög erlendis í framtíðinni?

Ekki smeykur við Covid og sprautu yfir höfuð, er bara ekki til í að fá hluta að

veirunni í mig, sem væntalega mun virka/ekki virka.

Takk.

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Þetta svar er að finna á landlaeknir.is – spurt og svarað.

„Ekki stendur til að hindra komu óbólusettra hingað til lands en bólusetning er ekki skylda hér á landi undir neinum kringumstæðum. Alþjóðaheilbrigðisreglugerðin takmarkar heimildir aðildarríkja til að krefjast bólusetningar eða annarra meðferða á landamærum en ekki er útilokað að einhverjar slíkar kröfur verði gerðar sumstaðar á komandi árum. Fólk sem ferðast hingað til lands meðan heimsfaraldur geisar má eiga von á að áfram verði í gildi reglur um aðgerðir á landamærum til að draga úr hættu á að smit dreifist frekar ef það berst hingað til lands. Mögulegt er að bólusettir verði síður fyrir áhrifum af slíkum aðgerðum. Ætla má að svo verði í fleiri löndum og mikilvægt að kynna sér slíkar reglur áður en ferðast er“.

Gangi þér/ykkur vel.

með kveðju,

Thelma Kristjánsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.