Dicykloverinhydroklorid

Spurning:

Sæll.

Mig langar að fá uplýsingar um Dicykloverinhydroklorid 1mg/ml sockerfri. Finn engar upplýsingar um það í lyfjabókum.

Kveðja, X

Svar:

Ástæðan fyrir því að upplýsingar um lyfið Dicykloverinhydroklorid finnast ekki í íslenskum lyfjabókum er sú að lyfið er ekki skráð hér á landi. Hérlendis er þetta lyf selt á undanþágu sem þýðir að meðferðin er að fullu á ábyrgð læknis þar sem ekki liggur fyrir samþykki heilbrigðisyfirvalda um eiginleika og verkun lyfsins.

Dicykloverinhydroklorid er af flokki antimúskarínlyfja (andkólínergralyfja) og er lyfið þó nokkuð notað hérlendis við krömpum í meltingavegum, einkum kröpum sem tengjast sjúkdómi sem heitir irritable bowel syndrome (einkennamynstur ristilertingar). Verkunarháttur lyfsins á slétta vöðva í meltingarfærum byggir á því að lyfið keppir við boðefnið asetýlkólín um bindingu við múskarínviðtaka í sléttum vöðvum. Slík samkeppnishindrun við asetýlkólín leiðir til þess að vöðvaspenna, hreyfingar og krampar í sléttum vöðvum meltingarveganna minnka.

Ef læknir ávísar á þetta lyf þá er mjög mikilvægt að fara algjörlega eftir ráðleggingum hans varðandi notkun lyfsins, einkum ef það er gefið ungabörnum. Þar sem lyfið er f.o.f. fáanlegt á mixtúruformi skal vanda vel skömmtunina og leita upplýsinga til lyfjafræðings ef grunur leikur á að skömmtunarfyrirmæli séu óeðlileg.

Algengir skammtar fyrir:

Fullorðina: Á bilinu 10 – 40 mg, (10 – 40 ml) fjórum sinnum á dag. 2 – 12 ára börn:10 mg (10 ml) allt að þrisvar sinnum á dag.6 mánaða – 2 ára:5 – 10 mg (5 – 10 ml) allta að þrisvar til fjórum sinnum á dag og gefið 15 mín. fyrir máltíð.

Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 6 mánaða.

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um Dicycloverin í Martindale 32nd. ed. og á Medline á Doktor.is.

ATH! Annað heiti yfir dicycloverin er dicyclomine.

Kveðja,

Torfi Rafn Halldórsson,
lyfjafræðingur