Dicykloverinhydroklorid við magakveisu?

Spurning:
ég er að gefa 5 vikna dóttur minni dicykloverinhuydroklorid við magakveisu, hvað gerir þetta lyf og hverjar eru aukaverkanir?

Svar:
Dicykloverinhydroklorid er ekki skráð lyf hér á landi. Það er því flutt inn samkvæmt sérstökum undanþágum sem læknir sækir um til Lyfjastofnunar. Ekki er því auðvelt að nálgast upplýsingar um lyfið hér. Læknirinn er því ábyrgur fyrir því að veita allar upplýsingar um lyfið. Ég get þó sagt að þetta er lyf sem minnkar vöðvasamdrætti í meltingarvegi.

Finnbogi Rútur Hálfdanarson lyfjafræðingur