Dofi í útlimum og B-12 vítamínskortur?

Spurning:
Halló! Ég er 23 ára kona og mig langar að spyrja ykkur álits á svolitlu.Þannig er mál með vexti að ég er að finna fyrir svomiklum doða í löppunum. Fyrir nokkrum árum (16-17 ára), en ég er 23 í dag, kom stundum fyrir að ég missti máttinn í
löppunum alveg, þá datt ég bara niður þar sem ég var, var alveg máttlaus í löppunum en þetta leið svo alltaf hjá á stuttum tíma, stundum á nokkrum sekúndum og stundum nokkrum mínútum.
Ég fór í alls kyns rannsóknir en ekkert fannst í þeim, og var eiginlega bara ákveðið á endanum að þetta væri bara einhver óþroski í heilanum og átti bara að bíða og sjá til. Þetta hefur ekkert komið fyrir í mörg ár, og allt verið i lagi. En svo núna
undanfarna mánuði er ég byrjuð að finna aftur fyrir dofa í löppum, oftast kemur þetta þegar ég sit, þarf ég þá að standa upp, hreyfa alla útlimi mikið og fæ ég þá tilfinninguna aftur. Þetta er farið að koma oftar og oftar, og versnar líka, ég fæ oft mikla verki með þessu og eins finnst mér ég stundum fá þetta í puttana líka, eins og þeir dofni eða stífni upp.
Ég er búin að fara til læknis, hann tók blóðprufur og komst að þvi að B-12 vítamínmagið er lítið og þarf ég að fá sprautur við því. Hann vill kenna þessum B12-skorti um þennan dofa, og vill bíða í nokkra manuði og athuga hvort það lagist ekki.
En málið er að ég er samt orðin svolídið hrædd við þetta allt, finnst B-12 vítamínskortur einhvernveginn ekki alveg passa við þetta allt saman og var að spá í hvað þið segðuð? Er þetta bara B-12 vítamínskortur eða dettur ykkur eitthvað annað í hug? Ætti ég að heimta einhverjar fleiri rannsóknir eða bara bíða í nokkra mánuði og sjá til? Er ég að gera of mikið mál úr þessu
Vona að þið getið svarað mér einhverju, með fyrir fram þökk.

Svar:
Komdu sæl.

B12 vitamín er nauðsynlegt fyrir taugakerfið og ef það vantar getur það lýst sér með margvíslegum einkennum eins og dofa í útlimum. Þannig finnst mér að þú ættir að sjá til hvort einkennin lagist ekki af sprautunum og tala svo við þinn lækni í framhaldinu.

Einar Eyjólfsson,
Heimilislæknir