Doði í fingrum

Fyrirspurn:

Ég ætlaði að forvitnast um hvað gæti orsakaði doða í fingrum ? Er búin að vera með doða (eins og deyfing sé að fara) í vísifingri og þumalputta í rúmlega viku núna. Mér finnst reynar þumalputtinn sé að skána en vísifingurinn er bæði dofinn og svo stundum eins og það komi smá þrýstingur í hann, það fylgja þessu enginn sársauki heldur bara óþægindi takk fyrir

svar:

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Doði fram í fingur er einkenni sem getur átt við ótalmargt og misalvarlegt.

Oftast er um að ræða þrýstingur á taug einhversstaðar á svæðinu  frá öxl  og niðurúr sem getur orsakast af bólgum (til dæmis vöðvabólga, taugasjúkdómar)  eða verið afleiðing af áverka (til dæmis högg, slitgigt).

Eins getur verið um að ræða einhver truflun á taugastarfssemi af öðrum völdum eins og þekkt er með ýmsa taugasjúkdóma.

Ef þetta gengur ekki til baka eða er að gerast endurtekið er nauðsynlegt að fá aðstoð læknis til að greina hvað um sé að ræða og hvað sé til ráða. Heilsugæslulæknir getur með skoðun og rannsókn metið hvort þörf sé á frekari skoðun til dæmis hjá bæklunarlækni eða  taugasérfræðingi.

Bestu kveðjur

Guðrún Gyða Haukdóttir

Hjúkrunarfrærðingur