Spurning:
Mig langar að spyrjast fyrir um hvort sérstök ástæða sé til að ungabörn með Down-heilkenni fari í eftirlit hjá augnlækni og þá hvers vegna. Ef svo er, eru þá ákveðnir læknar sérhæfðir í slíku???
Svar:
Já, það eru ákveðnar ástæður fyrir því. Börn með Down-heilkenni eru miklu líklegri til að verða nærsýnni en önnur börn, og er um helmingur þeirra nærsýnn. Aðrir sjónlagsgallar eru líka mun algengari, svo sem sjónskekkja. Einnig geta augun vísað inn á við, þ.e. tileygni. Þetta þarf að kanna snemma. Augnlok þarf líka að fylgjast með, vegna þess að þau geta verpst inn á við og augnhár komið á þann hátt við augað. Almennir augnlæknar geta sinnt eftirliti Down-heilkennis. Það eru til augnlæknar sem hafa sérhæft sig í börnum og eru þeir nokkrir hér á landi.
Gangi þér vel, Jóhannes Kári