Downs heilkenni og tanntaka?

Spurning:
Barnið mitt er 15 mánaða og er með downsheilkenni. Málið er að það er ekki komin ein einasta tönn. Er þetta eðlilegt? Fá börn með downsheilkenni seinna tennur en önnur börn?

Svar:
Venjulega er talað um að börn taki sína fyrstu tönn á bilinu 6-12 mán. en eins og flestir kannast við er ekkert öruggt í þeim efnum. Það er alls ekki óvenjulegt að börn með Downs-heilkenni taki tennur seinna heldur en önnur börn og er talað um að tanntöku hjá börnum með Downs-heilkenni geti seinkað um allt að einu ári. Svarið við spurningunni er því að þetta er alls ekkert til þess að hafa áhyggjur af, enn sem komið er. Ef þú hefur hinsvegar áhyggjur af þessu getur þú farið með barnið til barnatannlæknis og látið hann skoða þetta.

Ítarefni:
http://www.altonweb.com/cs/downsyndrome/dentchil.html
http://www.altonweb.com/cs/downsyndrome/pilcher.html

Kveðja, Indriði Björnsson
www.downs.is