af hverju stafar drungi í höfði og suð fyrir eyrum
Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina
Þyngsli yfir höfði og suð fyrir eyrum eru afar almenn einkenni. Oftast er hægt að rekja þau til þreytu, streitu og/eða þess að drekka ekki nægilega mikinn vökva. Algengustu sjúkdómar sem geta valdið þessu er háþrýstingur, lágt hemoglóbin (að vera blóðlítill) eða flensuvírus. Sjaldnast er um að ræða að einhver alvarlegir sjúkdómar í höfði eins og heilaæxli valdi eingöngu þess háttar einkennum, það eru yfirleitt fleiri einkenni sem fylgja slíkum sjúkdómi.
Ef einkennin ganga ekki yfir af sjálfu sér á nokkrum dögum er ráðlegt að fá skoðun hjá lækni
Gangi þér vel
Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur