eftir ristilspeglun

er ekki alveg örugglega venjulegt að fá neðri kvið verki sem endast í kannski 10/5 sekóndur og koma á 25m til klukkutíma fresti, eftir fulla ristilspeglun.. komnir 2 dagar síðan að ég fór í hana og ekkert blóð í hægðum bara þessi verkir sem koma og fara

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina,

Það fer eftir því hversu sárir verkir þetta eru, ef þetta eru svona eins og venjulegir „vindverkir“ þá er það eðlilegt. Ristillinn þinn var tæmdur með úthreinsandi lyfjum og núna er hann byrjaður að vinna aftur og melta fæðuna. Ef það er ekkert blóð þá boðar það gott.

Ef þetta eru mjög sárir verkir eða/og sem lagast ekki hvet ég þig til að hitta lækni.

 

Bylgja Dís Birkisdóttir

Hjúkrunarfræðingur