Ég var í ristilsspeglun í gær og ristilinn var fínn fyrir utan nokkra ristilspoka nú svo í dag komu smá hægðir og með þeim slatti af blóði og blóðslími. Er það eitthvað sem ég þarf að hafa áhyggjur af? Það má líka fylgja með að þessi speglun var rosalega sár og læknirinn fantur. Ég hef farið áður í speglun hjá öðrum lækni og það var allt öðruvísi.
Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina
Það er í sjálfu sér ekki óeðlilegt að það komi smá blóð og slím fyrst á eftir speglunina þar sem slímhúðirnar eru viðkvæmar og þarf lítið hnjask til þess að það blæði úr þeim.
Fylgstu með og leitaðu læknis ef þetta gengur ekki yfir af sjálfu sér eða ef þér finnst þetta mikið magn og þessu fylgja verkir.
Gangi þér vel
Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur