Ég fékk „dry socket” eftir endajaxlatöku, hvað er það?

Spurning:

Sæll.

Það var dreginn úr mér endajaxl fyrir 4 dögum og ég er enn með verki. Mér skilst að ég sé með það sem kallað er „dry socket”.

Hve lengi mun ég hafa þessa verki? Hvað er þetta? Hver er talin möguleg skýring á þessu og get ég búist við öðrum aukaverkunum af þessu?

Svo rennur illa lyktandi vökvi úr sárinu, hvað er það?

Kveðja.

Svar:

Sæll.

Slíkir verkir geta varað í 6 – 10 daga sé ekkert aðhafst í málinu.
Dry socket eða alveolitis sicca er ástand þar sem holan eftir tönnina er þurr og tóm þar sem eðlileg blóðstorka hefur skolast burt. Skýringar/orsakir: Bakteríur, „pillan”, reykingar og of áköf vatnsskolun eftir aðgerð. Aðrar aukaverkanir: Möguleg útbreiðsla sýkingar.Bragðillur vökvi: Bólguvökvi og matarleifar. Æskileg meðferð: Skola holuna með saltvatnslausn eða klórblöndu og setja í holuna grisju med sótthreinsandi og verkjastillandi lyfjum.Kveðja,
Sigurjón H. Ólafsson, dósent í munn- og kjálkaskurðlækningum HÍ.