Einhver ráð fyrir raddböndin?

Spurning:
Einhver ráð til að ,,mýkja raddböndin" eða eru á markaðnum einhver lyf eða bætiefni sem hafa góð áhrif raddbönd? Mér finnst ég vera að missa raddgæði – einskonar whisky-rödd. Drekk hvorki né reyki!
Svar:

Ég get því miður ekki bent á nein lyf eða annað sem gæti haft góð áhrif á raddböndin. Ef þér finnst röddin hafa breyst að undanförnu án sýnilegrar utanaðkomandi ástæðu er full ástæða fyrir þig að ræða það við lækni. Heimilislæknir á að geta skorið úr um það hvort ástæða er til að hafa áhyggjur af því, en háls- nef- og eyrnalæknir er sá sérfræðingur sem best er í stakk búinn til að skoða raddböndin og úrskurða um hvort þessar breytingar eru eitthvað til að hafa áhyggjur af.

 

Finnbogi Rútur Hálfdanarson

lyfjafræðingur