Einhver ráð við stífluðum fitukirtlum?

Spurning:
Góðan dag Mig langar að vita hvað er hægt að gera  við stífluðum kirtlum. Eftir að ég átti barnið mitt hef ég steypst í kirtla um allan likama  endilega gefið mer e-h ráð.
Svar:
Ef þú ert með stíflaða fitukirtla um allan líkama þá væri best að þú leitaðir til húðsjúkdómalæknis. Hægt er að stinga á kirtlana og kreista upp úr þeim fituna og nota svo kornakrem eða grófan hanska í framhaldi til að koma í veg fyrir að þeir komi aftur.  Einnig væri hægt að fara í húðslípun en hún slípar efsta húðlagið og gæti þannig opnað/fjarlægt þá. Ég veit ekki hvort hægt er að fá húðslípun á allan líkamann en það yrði áreiðanlega mjög dýrt ef það er hægt. Hormónabreytingar á meðgöngu valda oft stífluðum kirtlum en þetta gengur oftast til baka en er hvimleitt meðan á því stendur.Sigrún Konráðsdóttir, snyrtifræðingurÞú Um Þig Snyrtistofa snyrting@snyrting.is