Annað eistað á mér hefur alltaf verið frekar aumt, áðan fattaði ég það, eftir langt google session að “æðaklasinn” ætti að liggja ofaná eistanu(semsagt á milli skafts og pungs. en á hægra eistanu a mér er hann undir(vísar niður) þarf ég að láta kíkja á þetta?
sæll og takk fyrir fyrirspurnina
Verk í eista á altaf að taka mark á og láta skoða til að útiloka að eitthvað alvarlegt sé á seyði, sem er betur fer sjaldnast.
Það geta verið nokkrar ástæður fyrir verk í eista, ein þeirra er að snúist hafi verið uppá eisntalyppuna. Svo ég hvet þig eindregið til að láta skoða þetta nánar af lækni.
Gangi þér vel
Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur