Hæhæ…
Mig langar að spyrja um 1?? Eg er með eins og eitthvað fast rett fyrir neðan vinstra brjóstið inni i mer… ekki vont að draga djúpt andan.. þetta er óþægilegt.. hbað et til ráða?
Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina.
Ég tek það sem svo að þú sért að lýsa verk, eða eymslum, þegar þú segir að eitthvað sé fast fyrir neðan brjóstið á þér, inní þér.
Þó ekki það sterkum verk að þú finnir til þegar þú dregur djúpt andann.
Verkur fyrir brjósti geti verið af ýmsum toga, svo sem frá hjarta, vélinda, stoðkerfi eða lungum.
Það er því erfitt að gefa ráð nema vita af hverju þetta stafar.
Ég hvet þig til að hitta heimilislækni til að finna orsökina.
Gangi þér vel,
Svanbjörg Pálsdóttir, hjúkrunarfræðingur.