Endaþarmsmök á meðgöngu?

Spurning:
Eru endaþarmsmök á meðgöngu hættuleg fyrir fóstrið?

Svar:
Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.
Endaþarmsmök á meðgöngu er ekki svo ég viti til hættulegt fyrir fóstrið. Mikilvægt er samt að gæta að öllu hreinlæti og bera ekki bakteríur úr endaþarmi á milli.

Bestu kveðjur,
Ásthildur Gestsdóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.