Endalaust rop, og verkir í kjölfar

Konan mín ropar stanslaust og finnur verki um leið og lýsir því sem þrýsting í neðri hluta kviðs og hennfinnst eins og eitthvað sé stíflað, læknar halda að þetta séu taugar, eða vöðvar í stöðkerfi, ef svo er afhverju er henni vísað þá á rétta sérfræði þjónustu, hún hefur mikla verki og heilsugæslu læknar hér  hafa gefist upp á að hjálpa henni, hún er á milli fimmtíu og sextíu ára, og það koma tímar sem hún grætur af kvölum, henni hefur verið sagt að hún sé móðursjúk, geðveik og þar fram eftir götunum og ég spurður hvort ég sé ekki sammála? af læknum, við getum ekki meir hvorki hún né ég, svo hjálp
áður en illa fer .
mbk . búinn á því .

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Þetta er ekki gott að heyra og ljóst að þið þurfið aðstoð hvað svo sem að er að hrjá konuna þína. Ykkur er í raun frjálst að leita á hvaða heilsugæslustöð sem er og eins gætuð þið pantað tíma hjá sérfræðingi sem þið teljið að geti gagnast td meltingarsérfræðingi án þess að hafa tilvísun, það kostar hins vegar meira.

Gangi ykkur vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur