Endurnýjun legvatnsins?

Spurning:
Það er talað um að legvatnið endurnýi sig á þriggja tíma fresti. Hvað verður um það, breytist það t.d. í þvag hjá mér? Með fyrirfram þökk

Svar:
Legvatnið er eins og hver annar líkamsvessi, það er í stöðugri hringrás. Legvatnið myndast að hluta til í fylgjunni en talsvert af því er þvag frá fóstrinu. Hringrás myndast þar sem fóstrið ,,andar" að sér vatninu og drekkur það einnig og þannig flyst það með blóðrás fóstursins yfir í fylgjuna sem hreinsar fósturblóðið og flytur úrgangsefnin út í blóðrás móðurinnar sem svo skilur þau út með þvagi. Svo það er að hluta rétt að legvatnið verði að þvagi hjá móðurinni. En meginhringrásin er þó um fóstrið.

Kveðja,

Dagný Zoega, ljósmóðir