Endurtekin sveppasýking í tànögl

Èg hef nokkrum sinnum fengið sveppasýkingu í tànögl (stórutà) sem gerir hana svarta og er nýbúin à lyfjakúr en er með þrautir og skrítna tilfinningu í fætinum núna. Hef smà àhyggjur. Getur svona sveppasýking farið útí blóðið eða gert einhvern slíkan usla?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Sveppasýking í tánöglum getur smitast í sár á húð og valdið þannig húðsýkingum sem svo í versta falli þróast í blóðsýkingu. Hita, roða, aukna verki og sýkingarleg einkenni ber að skoða strax til að hægt sé að meðhöndla áður en ástandið verður mjög slæmt. Sé meðferð ekki að virka og tilfinning í þessu öðruvísi en þú þekkir að þá skaltu endilega tala við lækninn þinn eða jafnvel leita ráða hjá læknum á Húðlæknastöðinni. Frekari upplýsingar má finna hér.

Gangi þér/ykkur vel.

með kveðju,

Thelma Kristjánsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.