Eplaedik

Er í lagi fá sér eplaedik blandað í vatn

Sæl/Sæll og takk fyrir fyrirspurnina.

Já það ætti að vera í lagi að fá sér eplaedik blandað í vatn. Rannsóknir sína að heilsufarslegir kostir eplaediks séu þó nokkrir. Eplaedik er ríkt af vítamínum og steinefnum. Það er talið vera blóðsykurs- og blóðfitu- og blóðþrýstings lækkandi, stuðla að þyngdartapi og getur því verið gagnlegt við meðhöndlun á sykursýki II.

Margar tegundir eru til af eplaediki og er talið best að velja lífrænt eplaedik sem inniheldur “móðurina”, það er ósíað og ógerilsneytt.

Ráðlagður neysluskammtur er að hámarki 2 matskeiðar af eplaediki blandað saman við 120- 250 ml af vatni á dag.

Þó er talið ráðlagt að hafa samband við lækni áður en byrjað er á eplaediki ef þú ert á öðrum lyfjum samhliða.

Gangi þér vel

Auður Hávarsdóttir, hjúkrunarfræðingur