Er Amfetamín í Xenical?

Spurning:

Sæll Jón.

Mig langar til að fá upplýsingar um það hvort það sé Amfetamín í megrunarlyfinu Xenical og það sem ég veit er að það er 120.mg Orlístat í því.

Kveðja.

Svar:

Sæl/l.

Það er ekkert Amfetamín í lyfinu Xenical. Orlístat er eina virka efnið í Xenical.

Kveðja,
Jón Pétur Einarsson, lyfjafræðingur